Stóðhestaveisla og skagfirsk ræktun

Stóðhestaveisla og skagfirsk ræktun

Hátt dæmdir stóðhestar ásamt gæðingum úr skagfirskri ræktun koma fram í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki laugardagskvöldið 13.apríl.

Hrossarækt ehf og Hrossaræktarsamband Skagafirðinga standa fyrir sýningunni. Lagt er upp með að í bland við hæst dæmdu stóðhesta landsins sýni Skagfirðingar úrval úr eigin ræktun.

Skagfirðingar eru rómaðir hestamenn og þekktir um land allt fyrir gleði, söng og einskæra gestrisni. Það er því tilvalið fyrir allt áhugafólk um hestamennsku að taka daginn frá og heimsækja Skagafjörð.

Nánari upplýsingar um miðasölu og atriði á sýningunni berast þegar nær dregur.