Laufskálarétt

Réttað er í Laufskálarétt í Hjaltadal síðustu helgina í september. Sú hefð hefur skapast að haldin sé skemmtun í Reiðhöllinni Svaðastöðum á föstudagskvöldinu. Á laugardagsmorgni heldur her manna ríðandi í Kolbeinsdalinn til að sækja stóðið, og taka allir sem vettlingi geta valdið þátt í því. Réttarstörf hefjast um hádegi  og standa fram eftir degi, krydduð með gleði og söng. Þarna eru samankomin mörg hundruð hross og allt að þrjú þúsund gestir. Um kvöldið er svo fjölmennur réttardansleikur í Reiðhöllinni Svaðastöðum.

Meira um sögu Laufskálaréttar á horse.is